Færsluflokkur: Bloggar

Hér má heyra þetta lag!


mbl.is Dúettsöngur Jaggers og Lennons gefinn út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fluttur!

Fyrst að ég næ ekki 15.000 heimsóknum á dag eins og aðrir moggabloggarar þá sé ég enga ástæðu til að hanga lengur hérna inni.

Er því fluttur á Wordpress, þ.e. jonsigurdur.wordpress.com


Magnús Ver hitti svona alveg næstum því Sly Stallone

Það er svoldið skondið að fylgjast með aðdáun íslenskra fjölmiðla á erlendum stórstjörnum. Sérstaklega þegar þeir ná að tengja stjörnurnar við Íslendinga.

Í Fréttablaðinu í dag nær Freyr Gígja að tengja Sylvester Stallone og Magnús Ver svo meistaralega saman að við fyrstu sýn mætti halda að þeir væru perluvinir.

En því meira sem fréttin er krufin þá virðist ekki mikið liggja undir.

Á forsíðu blaðsins er þetta á vinstri hlið:

magnus1

 

Þarna mætti halda að þeir hafi mögulega átt góða vinastund. Að minnsta kosti að þeir hafi talað saman.

Síðan er flett á bls. 24 og litið á fyrirsögn greinarinnar.

magnus2

 

Jæja, þeir hafa þá kannski bara hist að tilviljun. Mögulega spjallað saman á meðan þeir biðu báðir eftir flugi.

En þetta virðist nú vera eitthvað aðeins minna þegar fréttin er lesin. Eftir langa romsu um einhverja bjórauglýsingu sem Magnús Ver er að leika í, og álit hans á téðum bjór kemur þessi texti:

magnus3

 

Nú jæja, þá sá Magnús Ver Stallone álengdar og var nokkuð viss um að hann hafi kinkað til sín. Hann hefur þó lítið til að byggja þetta á, enda hefur hann ekki hugmynd um hvort að Stallone viti að það sé til einhver Magnús Ver frá Íslandi.

 


Komið í veg fyrir mótmæli

Ég harma það að Hótel Saga hafi komið í veg fyrir að klámráðstefnan fari fram hér á landi. Ég lít á þetta sem brot á mínum mannréttindum. Því núna get ég ekki mótmælt þessum klámhundum. Óg ég sem var langt kominn í framleiðslu á skiltum og barmmerkjum.

Ég líki þessu við mannréttindabrot íslenska ríkisins á mér með því að neita að bjóða George Bush til landsins. Það er augljóst að með því er ríkið að koma í veg fyrir að ég geti mótmælt komu forsetans til landsins.

Ætli ég eigi rétt á skaðabótum?

 


Hlustað af kvalarlosta

Getur verið að ég sé haldinn kvalarlosta?

Ein af ástæðunum fyrir því að ég er að velta þessu fyrir mér er sú að ég hlusta á Útvarp Sögu í bílnum. Ég fæ tvennt út úr þeirri hlustun, pirringsköst og nöldurþörf. Nöldurþörfin birgist síðan inni vegna þess að ég hlusta aðeins á Útvarp Sögu þegar ég er einn í bílnum. Ég kvelst síðan langt fram á kvöld eftir pínlega hlustun.

Þetta náði hámarki í fyrradag. Þá var ég að keyra heim og lenti næstum því út í skurði vegna umræðna í útvarpinu. Þáttur Arnþrúðar Karlsdóttur var í loftinu og kona á línunni (mögulega þessi fræga húsmóðir í vesturbænum sem svo oft skrifar Velvakanda bréf). Útafaksturinn átti sér næstum því stað þegar þessi kona sagði að það væri mótsögn í kerfinu að innflytjendur þyrftu ekki að fara í læknisrannsókn við komuna til landsins á sama tíma og dýr þurfi að fara í einangrun út í Hrísey.

Við það eitt að heyra einhvern líkja innflutningi manneskja milli landa við flutning á gæludýrum varð mér svo um að mér sortnaði fyrir augum og svo þegar Arnþrúður samsinnti innhringjandanum og bætti við að ekki mætti heldur flytja hingað inn ósoðna skinku í ferðatösku þá missti ég mig algjörlega og æpti á útvarpi "ERUÐ ÞIÐ HÁLFVITAR!!!!"

Ég komst nú heim heill á húfi en ég hef tekið þá ákvörðun að næst þegar ég hlusta á Útvarp sögu þá verður það í bólstruðu herbergi svo ég geti fengið þá útrás sem ég þarf án þess að meiða mig og/eða aðra.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband